Tónlistarkonan Bríet reis upp eins og engill í Eldborgarsal Hörpu á föstudag þegar hún skemmti gestum á skemmtiferðaskipinu Norwegian Prima. Öllu var til tjaldað í Hörpu sem fylltist í tvígang þetta kvöld.
Auk Bríetar spilaði Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir gesti og Íslenski dansflokkurinn sýndi verk.