Höfðar meiðyrðamál gegn Netflix

Hin raunverulega Anna Sorokin fyrir dómi árið 2019.
Hin raunverulega Anna Sorokin fyrir dómi árið 2019. AFP

Rachel DeLoache Williams, rithöfundur og ljósmyndari, hefur höfðað meiðyrðamál gegn streymisveitunni Netflix vegna þáttaraðarinnar Inventing Anna. 

Williams var á meðal þeirra raunverulegu manneskja sem túlkaðar voru í þáttunum sem fjalla um einstakt mál Önnu Delvey sem einnig er þekkt undir nafninu Anna Sorokin. 

Williams segir að hún hafi verið túlkuð í neikvæðu ljósi í þáttunum og að hún virki gráðug, snobbuð og óheiðarleg. 

Netflix hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna málsins. 

Williams kynntist Sorokin árið 2016 og nokkrum mánuðum seinna fékk hún reikning sem hljóðaði upp á 8,7 milljónir króna eftir að þær fóru í sex daga ferð til Marokkó. Williams bar seinna vitni gegn Sorokin og sagði að hún hafi trúað því að Sorokin myndi greiða allan kostnað við ferðina. 

Hún sagðist hafa glímt við kvíða og álag eftir að reikningurinn kom óvænt. 

Williams hefur áður tjáð sig í fjölmiðlum um að hún hafi ekki verið túlkuð rétt í þáttunum og ræddi meðal annars við breska Vogue um hvernig samband þeirra Sorokin hefði raunverulega verið. Hún hefur einnig skrifað bók um vinskap þeirra Sorokin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup