Breski sjónvarpsmaðurinn Bill Turnbull er látinn 66 ára að aldri. Turnbull stýrði morgunþættinum Breakfast á breska ríkisútvarpinu BBC í 15 ár, bæði í London og Salford. BBC greinir frá.
Hann var einnig kynnir þáttanna Song of Praise og Think Tank.
Árið 2018 greindi Turnbull frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Turnbull lét af störfum hjá BBC árið 2016 og tók til starfa á Classic FM og stýrði þar þáttum þar til nýlega.
„Eftir að hafa barist hetjulega við blöðruhálskrabbamein, lést Bill á heimili sínu í Suffolk, umvafinn fjölskyldu,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldunni.