Dró demantshálsmen úr rassaskoru Depp

Fyrirsætan Kate Moss og leikarinn Johnny Depp voru par á …
Fyrirsætan Kate Moss og leikarinn Johnny Depp voru par á árunum 1994 til 1998. Samsett mynd

Fyrirsætan Kate Moss rifjaði á dögunum upp óvenjulegan atburð frá árinu 1995 þegar fyrrverandi kærasti hennar, leikarinn Johnny Depp, gaf henni sitt fyrsta demantshálsmen. Það þykir kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Moss þurfti að draga hálsmenið úr rassaskoru Depp. 

Í myndbandinu Life in Looks sem Moss gerði fyrir breska Vogue tímaritið sagði hún frá því þegar Depp gaf henni undurfagra hálsmenið sem hún var með á CFDA tískuverðlaununum árið 1995. 

„Við vorum að fara út að borða og hann sagði: „Ég er með eitthvað í rassinum. Geturðu kíkt?“ og ég spurði bara hvað það væri,“ sagði Moss og renndi hendinni niður buxur leikarans þar sem hún fann demantshálsmenið. 

Parið var eitt það heitasta á tíunda áratugnum í Hollywood, en Moss segist hafa átt í erfiðleikum í langan tíma eftir sambandsslit þeirra. Í samtali við Vanity Fair árið 2012 sagðist hún hafa upplifað nokkur ár af gráti eftir sambandsslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup