Hörð rifrildi Brady og Bündchen valda áhyggjum

Tom Brady og Gisele Bündchen.
Tom Brady og Gisele Bündchen. AFP

Fyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú yfirgefið fjölskylduheimili sitt í Tampa, Flórída og farið til Kosta Ríka í kjölfar harðra rifrilda við eiginmann sinn, ruðningskappann Tom Brady. Samkvæmt heimildum Page Six snúast rifrildin um ákvörðun Brady að hefja aftur feril sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. 

„Það hafa verið vandræði í hjónabandi þeirra vegna ákvörðunar Brady um að hefja aftur störf í NFL-deildinni. Þau komust að samkomulagi um að hann myndi hætta til að einbeita sér að fjölskyldunni, en svo skipti hann um skoðun,“ sagði heimildarmaður Page Six, og bætti við að Bündchen hafi alltaf verið sú sem er með börnin. 

Saman eiga Brady og Bündchen tvö börn saman, en fyrir átti Brady son með fyrrverandi unnustu sinni, Bridget Maynohan. Brady hefur áður talað um að Bündchen þyki hann ekki vera að leggja sitt af mörkunum fyrir fjölskylduna og virðist hún því afar ósátt yfir ákvörðun hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar