Leikkonan og baráttukona Jane Fonda hefur greinst með krabbamein. Frá þessu greinir hún á Instagram-reikningi sínum, þar sem hún segir jafnframt að góðar líkur séu á bata en 80% þeirra sem greinist með eitilfrumuæxli lifi af.
„Svo ég upplifi mig sem afar heppna,“ skrifar leikkonan, sem verður 85 ára í desember, og bætir við að hún sé þar að auki með heilbrigðistryggingu og hafi aðgengi að bestu læknum og meðferðum sem standi til boða.
„Ég geri mér grein fyrir, og það er sársaukafullt, að ég er með forréttindi hvað það varðar. Næstum hver einasta fjölskylda í Ameríku hefur þurft að glíma við krabbamein á einum tímapunkti eða öðrum, og allt of margir hafa ekki aðgengi að þeirri gæða heilbrigðisþjónustu sem ég er að fá og það er ekki rétt,“ skrifa Fonda á Instagram.