Brendan Fraser táraðist uppi á sviði

Brendan Fraser þykir sýna stórleik í kvikmyndinni The Whale.
Brendan Fraser þykir sýna stórleik í kvikmyndinni The Whale. AFP

Brendan Fraser þykir sigurstranglegur á Óskarsverðlaunaathöfninni en hann leikur aðalhlutverk í kvikmynd Darren Aronofsky The Whale sem fékk afar góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. The Whale er sálfræðilegt drama sem fjallar um samkynhneigðan mann sem glímir við ofþyngd og notast við hjólastól.

Kvikmyndin var forsýnd í Feneyjum og hlaut Fraser standandi uppklapp sem varði vel og lengi og táraðist hann við móttökurnar enda ljúfsár stund eftir að hafa gengið í gegnum dimma dali Hollywood.

Glímdi við meiðsl og þunglyndi

Ferill Fraser hefur síður en svo glæsilegur síðustu ár en hann naut mikilla vinsælda sem grín- og hasarmyndahetja á tíunda áratugnum og lék í vinsælum myndum á borð við The Mummy, Journey to the Center of the Earth, Blast from the Past, George of the Jungle svo fátt eitt sé nefnt. Síðan þá hefur ferillinn legið í dvala en hann hefur glímt við mikið mótlæti í lífinu. 

Fraser fór afar illa með líkama sinn við gerð allra hasarmyndanna. Hann lék mikið af áhættuatriðunum sjálfur og þurfti í kjölfarið að fara í fjölmargar sársaukafullar aðgerðir til þess að laga hné, bak og raddbönd.

Þá kom hann einnig fram í Me-too bylgjunni og lýsti kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir sem hafði mikil og neikvæð áhrif á hann og hvarf hann af sjónarsviðinu.

„Ég varð þunglyndur og kenndi sjálfum mér um allt,“ sagði hann í viðtali við GQ. Þá gekk Fraser í gegn um erfiðan skilnað 2007 sem gerði þunglyndið verra.

Lítið hefur farið fyrir Brendan Fraser að undanförnu.
Lítið hefur farið fyrir Brendan Fraser að undanförnu. AFP
Fraser ásamt leikstjóranum Darren Aronofsky og meðleikurum myndarinnar The Whale.
Fraser ásamt leikstjóranum Darren Aronofsky og meðleikurum myndarinnar The Whale. AFP
Mættur til Feneyja.
Mættur til Feneyja. AFP
Fraser fór illa með líkamann þegar hann lék í hasarmyndunum.
Fraser fór illa með líkamann þegar hann lék í hasarmyndunum. mbl.is
Með Josh Hutcherson og Anitu Briem við frumsýningu myndarinnar
Með Josh Hutcherson og Anitu Briem við frumsýningu myndarinnar "Journey to the Center of the Earth" árið 2008. MARIO ANZUONI
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup