Kjólafans og freyðivín á Húsavík

Það var mikil stemning í Skrúgarðinum á Húsavík á fimmtudag …
Það var mikil stemning í Skrúgarðinum á Húsavík á fimmtudag í síðustu viku.

Yfir 100 konur og karlar á öllum aldri á Húsavík klæddu sig upp í sína fínustu kjóla á fimmtudag og hlupu til styrktar Velferðarsjóðs Þingeyinga. Alls söfnuðust 172 þúsund krónur í hlaupinu. 

Klúbbur sem kallar sog Dömur stóðu fyrir hlaupinu og í samtali við mbl.is segjast þær vera ótrúlega þakklátar fyrir góða þátttöku sem var langt umfram væntingar. 

Þau sem taka vildu þátt í hlaupinu, sem fól í sér að hlaupa rúma tvo kílómetra um bæinn og drekka freyðivín á leiðinni, þurftu að mæta í kjól og koma með glas. Miðinn í hlaupið kostaði 1.500 krónur en styrktaraðilar hlaupsins voru Piccini Prosecco, Ölgerðin, Lemon Húsavík og Sjóböðin Húsavík. 

Dömur segja að hlaupið verið án efa haldið aftur að ári.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar