Nirvana hafði betur

Umslag plötunnar Nevermind með Nirvana.
Umslag plötunnar Nevermind með Nirvana.

Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að láta mál Spencer Elden gegn hljómsveitinni Nirvana niður falla. Elden höfðaði mál gegn sveitinni vegna umslags plötunnar Nevermind frá árinu 1991, en hann er nakta barnið sem sést á mynd plötuumslagsins. 

Sagði Elden að brotið hefði verið á honum kynferðislega með myndbirtingunni. Plötuumslagið er eitt það þekktasta í heiminum en á því er nakið barn í sundlaug að elta peningaseðil á öngli.

Lét dómarinn málið niður falla af þeirri ástæðu að Elden hefði höfðað málið allt of seint. Getur Elden ekki höfðað málið aftur en lögmenn hans sögðu við fjölmiðla um helgina að þeir ætluðu að áfrýja málinu. 

Í máli Eldens kom fram að hann hefði aldrei getað gefið leyfi fyrir myndbirtingunni vegna þess hve ungur hann var. Hann fór fram á 150 þúsund bandaríkjadali í skaðabætur. Hann segir myndina hafa valdið honum þjáningu í gegnum árin og valdið honum tekjutapi á fullorðinsárum.

Að málinu komu Kirk Weddle ljósmyndari og Dave Grohl og Krist Novoselic, fyrrum liðsmenn sveitarinnar, auk tónlistarkonunnar Courtney Love, ekkju Kurts Cobain, söngvara sveitarinnar á sínum tíma.

Málið höfðaði Elden fyrst árið 2021 en þá lét dómari málið niður falla. Hann höfðaði það aftur í janúar á þessu ári. 

Foreldrar Eldens fengu greiðslu fyrir myndina árið 1991, alls 200 bandaríkjadali, en þá hafði hljómsveitin Nirvana ekki náð þeim gríðarlegu vinsældum sem hún seinna gerði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar