Vegum lokað vegna Hollywood-þátta

Krýsuvíkurvegur er lokaður til klukkan átta í kvöld. Þar í …
Krýsuvíkurvegur er lokaður til klukkan átta í kvöld. Þar í grenndinni fara nú fram tökur á annarri þáttaröð af þáttunum Halo. mbl.is/Guðrún Selma

Krýsuvíkurvegur á Reykjanesi er lokaður til klukkan átta í kvöld. Ástæða lokunarinnar eru tökur á annarri þáttaröð af þáttunum Halo sem fram fara á Íslandi um þessar mundir. 

Vegurinn var einnig lokaður síðasta laugardag og dagana 29. til 31. ágúst af sömu ástæðu.

True North annast tökurnar hér á Íslandi en um er að ræða þætti sem byggðir eru á tölvuleikjunum vinsælu Halo sem Xbox Games Studios framleiða. Þættirnir eru framleiddir fyrir streymisveituna Paramount+ og fór fyrsta sería í loftið á streymisveitunni hinn 24. mars síðastliðinn. Leikstjórinn Steven Spielberg er á meðal aðalframleiðanda.

Þættirnir gerast í framtíðinni, nánar tiltekið á 26. öld og fjalla um stríð á milli mannkynsins og geimvera. Pablo Schreiber og Jen Taylor fara með hlutverk í þáttunum.

Fyrsta sería var tekin upp í Kanada en tökur voru fluttar til Búdapest í Ungverjalandi vegna heimsfaraldursins. Fyrirhugað er að önnur sería fari í loftið um mitt ár 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup