Bieber aflýsir tónleikum sökum heilsu

Justin Bieber hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu, „Justice“, um óákveðinn tíma …
Justin Bieber hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu, „Justice“, um óákveðinn tíma heilsu sinnar vegna. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur ákveðið að láta af tónleikaferðalagi sínu, „Justice“, heilsu sinnar vegna, en tónlistarmaðurinn greindi frá því á dögunum að hann hafi greinst með Ramsay Hunt sjúkdóminn. Um er að ræða taugahúðsjúkdóm sem veldur útborgum, eyrnaverkjum og lömun í andliti.

Bieber, sem þurfti að fresta framangreindu tónleikaferðalagi fyrr í júní, hafði ákveðið að þrjóskast áfram með tónleikaferðalagið. En eftir að hafa troðið upp á Rock in Rio í Brasilíu varð honum ljóst að hann hafði ekki þrek í að halda áfram og hefur því ákveðið að aflýsa umræddu tónleikaferðalagi.

„Síðustu helgi hélt ég tónleika á Rock in Rio þar sem ég gaf mig allan fram fyrir fólkið í Brasilíu. Eftir að ég fór af sviðiun tók þreytan yfir og ég átti mig á því að ég þyrfti að setja heilsu mína í forgang núna,“ segir Bieber.

„Ég ætla þess vegna að taka mér pásu frá tónleikaferðalögum í bili. Ég mun vera í lagi, en ég þarf tíma til að hvílast og til að ná mér að fullu.“

Tónleikum stórstjörnunnar hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar