Birgitta Líf hjólar í Rúv

Birgitta Líf hjólar í Ríkisútvarpið.
Birgitta Líf hjólar í Ríkisútvarpið. Samsett mynd

Birgitta Líf Björnsdóttir, raunveruleikastjarna og markaðsstjóri World Class, hellir úr skálum reiði sinnar yfir Ríkisútvarpið í story á Instagram í dag. Birgitta gagnrýnir þar harðlega umfjöllun Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur um raunveruleikaþættina LXS, sem Birgitta tekur þátt í. 

Salvör flutti pistilinn í þættinum Lestin á Rás 1 á fimmtudaginn í síðustu viku og ræddi þar um þættina. Pistilinn var birtur í heild sinni á Rúv.is í dag. 

„Hvað gengur á? Hver nýtur þess að horfa á dýraníð eða dettur svona ógeð í hug? Og vill að fullorðinn maður kalli unga konu druslu?“ spyr Birgitta meðal annars og vísar þar í orð Salvarar. 

„Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti,“ skrifar Salvör í pistlinum. 

„Þessu útvarpaði Ríkisútvarpið og setti nú í skriflega frétt. Gagnrýni og skoðanir eru eitt en þetta er eitthvað allt annað,“ skrifar Birgitta og spyr hvort að enginn innan Ríkisútvarpsins sjái neitt við svona orðbragð og niðurrif.

Skjáskot/Instagram

Endurbirtu færslu Birgittu

Fleiri úr LXS-hópnum hafa lagt orð í belg og taka undir orð Birgittu. „Held ég hafi aldrei lesið jafn mikinn viðbjóð. Sexist niðurrif og viðbjóðslegur talsmáti. Útvarpað í okkar Ríkisútvarpi,“ skrifar dansarinn Ástrós Traustadóttir og endurbirtir færslu Birgittu. 

Þær Magnea Björg Jónsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir endurbirtu einnig færsluna. „Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið/hlustað á. Sorglegt að sjá konur rakka niður aðrar konur til þess að upphefja sjálfa sig. Erum við ekki konar lengra en þetta?“ skrifar Sunneva.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir