Hrækti Styles á Pine?

Harry Styles og Chris Pine fara báðir með hlutverk í …
Harry Styles og Chris Pine fara báðir með hlutverk í kvikmyndinni Don't Worry Darling. Samsett mynd

Aðdáendur tónlistarmannsins Harry Styles hafa tekið tryllinginn eftir að myndband fór í dreifingu þar sem Styles virðist hrækja í fangið á leikaranum Chris Pine. Atvikið átti sér stað á frumsýningu kvikmyndarinnar Don't Worry Darling, sem Styles og Pine leika báðir í. 

Í myndbandinu má sjá Styles setjast í sæti sitt, en þegar hann sest hallar hann sér yfir mótleikara sinn og virðist hrækja í fang hans.

Pine hættir strax að klappa og setur upp skrýtinn svip á meðan Styles brosir til kærustu sinnar og leikstjóra myndarinnar, Oliviu Wilde. 

Neitað að taka þátt í viðtölum

Dramatíkin hefur verið mikil á bak við tjöld kvikmyndarinnar, og enn virðist bætast í dramað þar sem spurningar vakna nú um mögulegt ósætti milli Styles og Pine.

Leikkonan Florence Pugh, sem fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Styles, hefur neitað að taka þátt í viðtölum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar