Verbúðin tilnefnd til evrópskra verðlauna

Leikarahjónin Gísli Örn Garðarson og Nína Dögg Filippusdóttir fóru með …
Leikarahjónin Gísli Örn Garðarson og Nína Dögg Filippusdóttir fóru með hlutverk í sjónvarpsþáttunum. Ljósmynd/Aðsend

Íslensku sjónvarpsþættirnir Verbúðin eru tilnefndir til Prix Europa-verðlaunanna sem eru evrópsk ljósvakaverðlaun. Verðlaunin verða afhent í Berlín, Þýskalandi í október. Verbúðin naut mikilla vinsælda þegar þeir voru sýndir á Ríkisúvarpinu síðasta vetur.

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason sem skrifuðu handrit þáttanna sem voru framleiddir af Vesturport í samstarfi við RÚV. Þættirnir fjalla um líf nokkurra fjölskyldna í sjávarútvegi, en þættirnir gerast um það leyti sem kvótakerfinu var komið á. 

Þættirnir eru tilnefndir í flokki leikins sjónvarpsefnis, en sjónvarpsþáttaraðirnar Ófærð, Ráðherrann, Flateyjargátan og Fangar hafa áður verið tilnefndar til verðlaunanna í sama flokki, og Ófærð vann til verðlaunanna árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir