Leikkonan Florence Pugh virðist vera allt annað en sátt við framgang kvikmyndarinnar Don't Worry Darling í leikstjórn Olivia Wilde, en hún fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Harry Styles. Dramatíkin á bak við tjöldin hefur verið á hæsta stigi og virðist deilur leikarahópsins vera meira grípandi en söguþráður kvikmyndarinnar.
Upphaflega var leikarinn Shia LaBeouf ráðinn í aðalhlutverkið, en honum var síðar skipt út fyrir stórstjörnuna Harry Styles og í kjölfarið kviknuðu neistar milli Styles og Wilde. Á sama tíma var Wilde að skilja við fyrrverandi eiginmann sinn Jason Sudekisis, en samkvæmt heimildum Daily Mail er samband þeirra sagt hafa valdið Pugh mikilli reiði.
Enn bættist í dramað þegar Pugh komst að því að Styles, sem hafði einungis leikið í einni kvikmynd áður, þénaði meira en hún. Þá hefur hún neitað að mæta í viðtöl fyrir kvikmyndina og er sögð verulega ósátt yfir því að þurfa að leika í kynlífssenum með Styles.