Fyrirsætan Kathryne Padgett og hafnaboltastjarnan Alex Rodriguez hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir rúmlega átta mánaða samband.
Rodriguez var áður með tónlistarkonunni Jennifer Lopez, en þau hættu saman í apríl 2021 eftir fimm ára samband. Sambandsslit þeirra voru áberandi í fjölmiðlum og virtust vera sérstaklega erfið fyrir Rodriguez, en það hefur varla farið framhjá neinum að Lopez er í dag gift leikaranum Ben Affleck.
Samkvæmt heimildarmanni Page Six hefur Rodriguez eytt miklum tíma með fjölskyldu sinni eftir sambandsslitin og vill einbeita sér að fyrirtækjum sínum.