Fyrstu smáskífu af væntanlegri breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur hefur verið vel tekið, en hún kom út í vikunni. Meðal annars er smáskífan, sem hefur að geyma lagið Atopos, komið á spilunarlista BBC. Í breska blaðinu The Guardian er Atopos lýst svo að lagið sé næstum danslag sem bræði saman tilrauna techno-tónlist og klarínettudynjandi.
Flytjendur lagsins eru auk Bjarkar nýr íslenskur klarinettusextett sem heitir Murmuri. Bassaklarinettu útsetningin er eftir Björk, einnig riþminn í laginu, hann var forritaður af henni og Kasimyn úr indónesísku hljómsveitinni Gabber Modus Operandi.
Viðar Logi Kristinsson leikstýrir myndbandi við lagið sem tekið var upp hér á landi. Listrænir stjórnendur myndbandsins eru Björk og James Merry. Hljóðfæraleikara eru Grímur Helgason, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Helga Björg Arnardóttir, Kristín Þóra Pétursdóttir og Rúnar Óskarsson og þau koma fram í myndbandinu auk Bjarkar og Kasimyn úr Gabber Modus Operandi.
Björk segir Atopos góða kynningu á Fossora: „Í laginu spila sex bassa klarinett miklu hraðari riþma en þú heyrir venjulega og svo er djúpur gabber-púls með. Þetta er eins konar Kardimommubær fyrir fullorðna.“