Bandaríska söngkonan Lizzo virðist yfir sig hrifin af nýjasta lagi Bjarkar Guðmundsdóttur, Atopos, sem kom út í vikunni. Lizzo skrifaði á Twitter að hana langaði ofboðslega mikið að spila á flautu með Björk.
Lizzo er ein vinsælasta tónlistarkonan í Bandaríkjunum í dag og er þekkt fyrir afbragðs flautleik og rífur oft fram flautuna á tónleikum.
I wanna play flute for @bjork sooooo bad 😫
— FOLLOW @YITTY (@lizzo) September 6, 2022
Fyrsta lagið af væntanlegri plötu Bjarkar, Fossara, kom út í vikunni og gaf hún út litríkt myndband með því. Hefur lagið fengið góða dóma erlendis og gaf gagnrýnandi breska fréttamiðilsins Guardian því fjórar stjörnur af fimm.