Merktur Bubba að elífu

Bjössi í Mínus er að eilífu merktur Bubba Morthens.
Bjössi í Mínus er að eilífu merktur Bubba Morthens. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, mun taka undirskrift kollega síns Bubba Morthens með í gröfina. Bjössi og Bubbi fóru saman að fá sér húðflúr í gær, þar sem Bjössi lét flúra nafn Bubba á sig.

Bjössi og Bubbi hafa unnið saman í leiksýningunni 9 líf í Borgarleikhúsinu, en þar fer Bjössi með hlutverk Bubba. 

Bubbi fékk sér líka húðflúr í gær, en þeir fóru til Jón Páls á Íslenzku húðflúrstofunni. Bubbi fékk sér þó ekki undirskrift Bjössa heldur fékk hann sér mynd af boxhönskum á öxlina framanverða.

Bubbi skrifaði á upphandlegg Bjössa áður en Jón Páll gerði …
Bubbi skrifaði á upphandlegg Bjössa áður en Jón Páll gerði undirskriftina eilífa. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar