Hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn, 79 ára að aldri. Straub er höfundur margra myrkra hryllingsverka, en hann lést á sunnudaginn síðastliðinn eftir langvarandi veikindi.
Straub skrifaði fjölmargar skáldsögur og smásögur, en fyrsta hryllingsskáldsaga hans, Julia, kom út árið 1975. Auk Juliu er Straub einna þekktastur fyrir Ghost Story frá árinu 1979 og The Talisman frá árinu 1984 sem hann skrifaði með Stephen King.
King sendi samúðarkveðjur á þriðjudaginn þar sem hann minntist Straub og sagði hann hafa verið ótrúlega hæfileikaríkan samstarfsmann og góðan vin sinn.
It's a happy day for me because FAIRY TALE is published.
— Stephen King (@StephenKing) September 6, 2022
It's a sad day because my good friend and amazingly talented colleague and collaborator, Peter Straub, has passed away. Working with him was one of the great joys of my creative life.