Peter Straub er látinn

Bandaríski hryllingshöfundurinn Peter Straub.
Bandaríski hryllingshöfundurinn Peter Straub. Ljósmynd/Kyle Cassidy

Hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn, 79 ára að aldri. Straub er höfundur margra myrkra hryllingsverka, en hann lést á sunnudaginn síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. 

Straub skrifaði fjölmargar skáldsögur og smásögur, en fyrsta hryllingsskáldsaga hans, Julia, kom út árið 1975. Auk Juliu er Straub einna þekktastur fyrir Ghost Story frá árinu 1979 og The Talisman frá árinu 1984 sem hann skrifaði með Stephen King. 

King sendi samúðarkveðjur á þriðjudaginn þar sem hann minntist Straub og sagði hann hafa verið ótrúlega hæfileikaríkan samstarfsmann og góðan vin sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar