Ber titilinn Karl III. Bretakonungur

Sonur drottningar verður Karl III. Bretakonungur.
Sonur drottningar verður Karl III. Bretakonungur. AFP

Karl Windsor, sonur Elísabetar II. Bretadrottningar heitinnar, tekur þegar í stað við embætti konungs. Kemur hann til með að bera titilinn Karl III. Bretakonungur, að því er fréttastofa BBC greinir frá.

„Ég og fjölskylda mín syrgjum nú ástkæra móður mína, Elísabetu Bretlandsdrottningu. Breska þjóðin og heimsbyggðin er djúpt snortin vegna andláts hennar hátignar,“ segir í tilkynningu frá Karli.

Elísabet féll frá, 96 ára að aldri, fyrr í dag.

Syrgir móður sína

„Á þessari sorgarstundu og á þessum tímamótum mun ég og fjölskylda mín finna huggun í þeirri virðingu og væntumþykju sem hennar hátign naut út um allan heim,“ segir í tilkynningunni sem birt var á Twitter í kvöld.

Karl er elsti sonur Elísabetar og Filippusar prins og tekur þegar við embættinu, 73 ára að aldri, að því er samræmist aldalangri hefð innan konungsfjölskyldunnar.

Nýr kafli eftir 70 ára embættistíð 

Markar þetta nýjan kafla eftir 70 ára setu drottningarinnar á valdastóli.

Karl kvæntist fyrri eiginkonu sinni, Díönu prinsessu heitinni, þann 29. júlí 1981 í Dómkirkju heilags Páls í Lundúnum og skildu þau árið 1996. Saman eignuðust þau drengina Vilhjálm Bretaprins og Harry Bretaprins.

Karl kvæntist núverandi eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles, árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar