Greindur með tourette

Lewis Capaldi var nýlega greindur með tourette.
Lewis Capaldi var nýlega greindur með tourette. AFP

Skoski tónlistarmaðurinn Lewis Capaldi hefur nú opnað sig um tourette sjúkdóminn sem hann er með. Söngvarinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim og átti að halda tónleika í Laugardalshöll í ágúst síðastliðnum, en tónleikunum var frestað um tíma vegna vandamáls sem kom upp. 

Capaldi segist enn vera að læra á sjúkdóminn þar sem hann hafi nýlega fengið greininguna. Tourette er taugasjúkdómur sem einkennist af hreyfi- og hljóðkækjum, en Capaldi segir axlir sínar kippast til þegar hann verður spenntur, glaður, kvíðinn eða stressaður. Hann bætti við að kækirnir gætu stundum verið sársaukafullir og óþægilegir. 

Tónlistarmaðurinn sagðist vilja upplýsa fólk um sjúkdóminn þar sem hann vildi ekki að aðdáendur hans héldu að kippirnir væru til komnir vegna kókaínneyslu. 

Í samtali við Sun segir Capaldi greininguna hafa verið létti þar sem hann hafi verið farinn að halda að hann væri með hrörnunarsjúkdóm. „Þegar ég lít til baka á viðtölin mín frá 2018 sé ég kækina. Þetta kemur og fer. Stundum geta liðið mánuðir án þess að kækirnir komi,“ sagði Capaldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar