Hvað gerist nú?

Elísabet II. Bretadrottning er í Balmoral-kastala í Skotlandi og hefur …
Elísabet II. Bretadrottning er í Balmoral-kastala í Skotlandi og hefur verið síðan í júlí. AFP

Heilsu Elísabetar II. Bretadrottningar hefur hrakað mjög í vikunni og fylgjast læknar nú náið með líðan hennar. Greint var frá því í morgun að hún væri undir stöðugu eftirliti lækna í Balmoral-kastala í Skotlandi. Öll hennar nánasta fjölskylda er komin til Skotlands og gaf höllin út tilkynningu. Yfirgripsmikilar áætlanir eru til um hvað gerist þegar þjóðhöfðingi Bretlands fellur frá, en flækjustigið eykst ef þjóðhöfðinginn fellur frá í Skotlandi.

Balmoral-kastali er sumardvalarstaður bresku konungsfjölskyldunnar og hefur drottningin eytt sumarfríum sínum þar undanfarna áratugi.

Áætlun í kjölfar andlát þjóðhöfðingja Bretlands er endurskoðuð og uppfærð þrisvar sinnum á ári. Nánar má lesa um hvað gerist ef drottningin deyr í Bretlandi í umfjöllun mbl.is frá 2014.

Þinghald rofið í Skotlandi

Áætlunin fyrir andlát hennar í Englandi er kennd við London Bridge. Ef hún fellur frá í Skotlandi tekur Einhyrningsáætlunin við eða Operation Unicorn.

Einhyrningsáætlunin kom fyrst fyrir sjónir almennings árið 2019 en nafn áætlunarinnar kom fyrst fyrir í skjölum skoska þingsins árið 2017. 

Þegar búið er að láta nánustu aðstandendur vita og tilkynna um andlátið opinberlega verður þinghald rofið í skoska þinginu í að minnsta kosti sex þingdaga svo stjórnvöld geti undirbúið útförina. Holyrood-höll verður þá í kastljósinu sem og St. Giles-kirkja í Skotlandi.

Kista drottningarinnar mun í fyrstu hvíla í Holyrood-höll og síðar verður athöfn í St. Giles-kirkju í Edinborg. Þaðan yrði hún flutt til Waverly-lestarstöðvarinnar og fara með konunglegu lestinni til höfuðborgarinnar Lundúna. Ef ekki er hægt að flytja hana með lest yrði kistan flutt með flugvél til Lundúna þar sem forsætisráðherra og aðrir ráðherrar í ríkistjórninni myndu taka á móti henni. 

Elísabet í stofunni í Balmoral-kastala á þriðjudag þegar hún tók …
Elísabet í stofunni í Balmoral-kastala á þriðjudag þegar hún tók á móti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar