Vigdís sér eftir drottningunni

Elísabet II. Bretadrottning og Vigdís Finnbogadóttir í opinberri heimsókn hennar …
Elísabet II. Bretadrottning og Vigdís Finnbogadóttir í opinberri heimsókn hennar hátignar til Íslands árið 1990. mbl.is/Brynjar Gauti

„Hún var yndisleg manneskja og mér þótti mjög vænt um hana. Ég sé mikið eftir henni,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Elísabetu II. Bretadrottningu. Elísabet lést fyrr í dag, 96 ára að aldri.

Vigdís hitti drottninguna oft í forsetatíð sinni, frá 1980 til 1996, og komu Elísabet og Filippus hertogi af Edinborg í opinbera heimsókn hingað til Íslands árið 1990. 

„Hún var hin mætasta manneskja, og þau hjónin bæði,“ segir Vigdís.

Elísabet II. Bretadrottning ásamt þeim Vigdísi og Filippusi hertoga á …
Elísabet II. Bretadrottning ásamt þeim Vigdísi og Filippusi hertoga á Krýsuvíkursvæðinu árið 1990. mbl.is/Árni Sæberg

Hvarf inn í gufuna

„Það var mjög gaman hjá okkur. Við fórum í Krýsuvík og hún hvarf inn í gufuna. Mountbatten sagði: „Where is that woman going?“,“ segir Vigdís og hlær, og vísar þar til Filippusar prins.

Hún segir þær Elísabetu hafa haft náð mjög vel saman. Þær hafi getað talað um allt milli himins og jarðar. 

„En aldrei neitt neikvætt, bara jákvætt. Hún var hláturmild og ég líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup