Hvað verður um dýr drottningarinnar?

Elísabet II. Bretadrottning var mikill dýravinur.
Elísabet II. Bretadrottning var mikill dýravinur. Samsett mynd

Elísabet II. Bretadrottning var mikill dýravinur og lætur eftir sig fjölda hesta og fjóra hunda. Drottningin var umkring bæði hestum og hundum allt sitt líf og voru dýrin órjúfanlegur hluti af lífi hennar. Eftir andlát drottningarinnar hafa fjölmargar spurningar vaknað og velta margir því fyrir sér hvað verði um ástkær dýr drottningarinnar.

Byrjaði í reiðkennslu þriggja ára 

Elísabet var aðeins þriggja ára gömul þegar hún fór í sína fyrstu reiðkennslu í einkareiðskólanum í Buckinghamhöll. Ári síðar fékk Elísabet sinn fyrsta hest, Peggy, að gjöf frá föður sínum.

Í konunglegu hesthúsunum hafa úrvalshestar verið ræktaðir í fjölda ára. Samkvæmt heimildum Independent unnu hestar drottningarinnar til fjölmargra verðlauna og talið er að hún hafi þénað um 7 milljónir punda í verðlaunafé í gegnum árin. Það er erfitt að reikna út nákvæman fjölda hrossa í eigu drottningarinnar, en talið er að þeir séu yfir 100 talsins.

Mæðginin Elísabet og Karl á hestum í garði Windsor-kastalans.
Mæðginin Elísabet og Karl á hestum í garði Windsor-kastalans. AFP

Samkvæmt konunglega rithöfundinum Claudia Joseph er búist við að Anna prinsessa og dóttir hennar, Sara, taki við hestum drottningarinnar, enda eru þær miklir hestaunnendur. 

Átti yfir 30 hunda af tegundinni Corgi

Engar opinberar áætlanir um hundana fjóra hafa verið gefnar upp, en samkvæmt Daily Mail er talið líklegt að þeir muni annaðhvort enda hjá meðlimum konungsfjölskyldunnar eða starfsfólki þeirra. Þá þykir einna líklegast að þeir endi hjá „uppáhalds“ syni drottningarinnar, Andrési hertoga af Jórvík. 

Tveir hundanna, Candy og Muick, eru af tegundinni Corgi, en á valdatíma Elísabetar átti hún meira en 30 hunda af þeirri tegund. Margir þeirra komu undan fyrsta Corgi hundinum hennar, Susan, sem drottningin fékk í 18 ára afmælisgjöf frá foreldrum sínum árið 1944. 

Á myndinni, sem tekin var í október 1969, er Elísabet …
Á myndinni, sem tekin var í október 1969, er Elísabet með fjóra Corgi hunda sína. AFP

Sandy er blanda af Corgi og langhundi, á meðan Lissy er af tegundinni Cocker Spaniel. Konunglegi ævisöguhöfundurinn Ingrid Seward sagði í samtali við Newsweek að ást drottningarinnar á hundunum sínum hafi verið óviðjafnanleg í gegnum árin. „Hún elskar dýr og hún dýrkar hunda. Það hefur hún alltaf gert. Dýrin voru fyrsta ástin hennar og þau verða hennar síðasta ást,“ sagði Seward.

Breski leikarinn Daniel Craig ásamt Elísabetu, en á eftir þeim …
Breski leikarinn Daniel Craig ásamt Elísabetu, en á eftir þeim trítlar Corgi hundur drottningarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar