Rúmlega 700 veikir bangsar fengu þjónustu

Margir veikir bangsar mættu ásamt eigendum sínum.
Margir veikir bangsar mættu ásamt eigendum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Rúmlega 700 börn og veik­ir eða slasaðir bangs­ar leituðu sér lækn­isþjón­ustu á þrem­ur heilsu­gæslu­stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu í dag. Um er að ræða hinn árlega bangsaspítala sem Lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir.

Markmið bangsa­spítal­ans er annars vegar að fyr­ir­byggja hræðslu barna við lækna og hins veg­ar að gefa lækna­nem­um á yngri árum tæki­færi til að æfa sam­skipti við börn og aðstand­end­ur. 

Solla stirða og íþróttaálfurinn mættu á svæðið.
Solla stirða og íþróttaálfurinn mættu á svæðið. Ljósmynd/Aðsend

Bangsa­spítal­inn var op­inn frá 10 til 16 á heilsu­gæsl­unum í Efsta­leiti, Höfða og Sólvangi í dag.

Að sögn Melkorku Sverrisdóttur, læknanema og eins skipuleggjenda spítalans, gekk dagurinn vel og var mikil stemning á stöðunum þrem.

Auka metnaðarfullra læknanema voru Íþrótta­álf­ur­inn og Solla stirða á staðnum og heilsuðu upp á börnin og bangsana.

Um 50 læknanemar komu að spítalnum í dag.
Um 50 læknanemar komu að spítalnum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Í næstu viku, þann 17. september, mun bangsaspítalinn mæta norður á Akureyri í fyrsta skipti. Alls munu níu fyrsta árs læknanemar mæta norður.

Rúmlega 700 börn mættu með bangsana sína í dag.
Rúmlega 700 börn mættu með bangsana sína í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach