Óvinur Kardashian-fjölskyldunnar situr fyrir Kanye West

Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi besta vinkona Kylie Jenner, Jordyn Woods, situr nú fyrir Yeezy sólgleraugu Kanye West. Woods er ekki vinsæl meðal Kardashian-fjölskyldumeðlima, en Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé Kardashian, er sagður hafa haldið framhjá Khloé með Woods árið 2019. 

Woods virðist þrífast á stöðugu drama við Kardashian-fjölskylduna, en í kjölfar framhjáhaldsins varð dramatíkin svo mikil að Kylie Jenner þurfti að slíta sambandi sínu við Woods, en þær höfðu verið bestu vinkonur í sjö ár. 

Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi þegar …
Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi þegar allt lék í lyndi. Skjáskot/Instagram

Mynd Woods hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Instagram og eru aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar afar ósáttir við Woods. Kim Kardashian og Kanye West hafa nýlega gengið í gegnum stormasaman skilnað, en þar að auki réðst West nýlega á Kardashian-fjölskylduna á Instagram þar sem hann lét ófögur orð falla.

View this post on Instagram

A post shared by HEIR JORDYN (@jordynwoods)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar