Segir Fonda vera ósigrandi

Lily Tomlin og Jane Fonda hafa verið vinkonur í marga …
Lily Tomlin og Jane Fonda hafa verið vinkonur í marga áratugi. AFP

Leikkonan Lily Tomlin, sem leikið hefur við hlið leikkonunnar Jane Fonda í þáttunum Grace and Frankie, segir Fonda vera algjöran nagla og ósigrandi. Tomlin ræddi um Fonda á kvikmyndahátíðinni Torontó en Fonda greindist nýverið með eitilfrumukrabbamein. 

„Hún talar mjög opinskátt um hvað er í gangi,“ sagði Tomlin. „Fyrsta sem hún sagði mér var að hafa ekki áhyggjur, þetta væri mjög svo læknanlegt. Þetta er eitt þeirra krabbameina sem gengið hefur hvað best að lækna,“ sagði leikkonan í viðtalinu.

Tomlin sagði að hin 84 ára gamla leikkona, sem verður 85 ára í desember, hafi lagt áherslu á að láta gott af sér leiða í krabbameinsbaráttunni og meðal annars spurt hvort hún ætlaði ekki að koma á næstu fjáröflunarsamkomu hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar