Succession hlaut Emmy-verðlaunin í nótt sem besti dramaþátturinn. Lee Jung-jae var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Squid Game og var það í fyrsta sinn sem leikari sem hefur ekki ensku að móðurmáli verður fyrir valinu.
Squid Game, sem eru úr smiðju Netflix, var einnig tilnefndur sem besti dramaþátturinn en varð að lúta í lægra haldi fyrir Succession, sem HBO framleiðir. Squid Game hlaut engu að síður sex Emmy-verðlaunn.
Succession fjallar um fjölskyldu sem berst innbyrðis um yfirráð yfir fjölmiðlaveldi og beitir til þess öllum ráðum. Þátturinn var tilnefndur til 25 Grammy-verðlauna og hlaut fern talsins.
Aðrir stórir sigurvegarar voru The White Lotus, einnig frá HBO, sem unnu 10 Emmy-verðlaun, og Ted Lasso úr smiðju Apple TV+, sem hlaut verðlaun sem besti gamanþátturinn og fyrir besta gamanleikarann, Jason Sudeikis.