Baggalútur fagnar 15 árum af jólastuði

Baggalútsmenn eru klárir í jólin.
Baggalútsmenn eru klárir í jólin.

Jólatónleikar Baggalúts hafa frá árinu 2007 verið fastur liður í jólahaldi landsmanna. Í 15 ár hefur sveitin skemmt jólaunnendum með gamanmálum, söng og hljóðfæraslætti á aðventunni.

Fyrsta jólalag Baggalúts, Jóla jólasveinn, kom hins vegar út árið 2001 og síðan þá hefur hver smellurinn rekið annan: Kósíheit par exelans, Ég kemst í jólafíling, Sagan af Jesúsi, Það koma vonandi jól ásamt fjölda annarra - og nú síðast piparhúðaði ofurdúettinn Jólin eru okkar og ítalski kraftslagarinn Styttist í það.

Miðasalan á jólatónleika Baggalúts 2022 í Háskólabíói hefst fimmtudaginn 15. september kl. 10 og má búast við að heitt verði í kolunum eins og hefð er fyrir. Jólafíklar eru beðnir um að sýna aðgát, hóf, tillitsemi og þolinmæði að því er fram kemur í tilkynningu frá hljómsveitinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka