Kista Elísabetar II Bretadrottningar er komin til Westminster Hall í Lundúnum á Bretlandi. Kistan var flutt þangað frá Buckinghamhöll eftir hádegi í dag og hefur drottningin því farið frá höllinni í síðasta sinn.
Kistan var flutt á hestavagni tilo Westminsterhall klukkan 13:33 að íslenskum tíma. Klukkum Westminsterhallar var hringt og skotum hleypt af með einnar mínútu millibili frá Hyde Park til Westminster. Herlúðrasveitin spilaði útfararlög Beethovens, Mendelssohn og Chopin.
Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry Bretaprins gengu á eftir kistunni þessa leið sem ein míla, eða 1,6 kílómetri. Með þeim voru einnig systkini konungsins, Anna prinsessa, Andrés Bretaprins og Játvarður Bretaprins.
Flugumferð var takmörkuð yfir miðborg Lundúna á meðan kistan var flutt til að tryggja þögn.