Leikkonan Irene Papas látin

Irene Papas árið 1952.
Irene Papas árið 1952. AFP/Intercontinentale

Gríska leik­kon­an Irene Pap­as, sem er þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sín í mynd­un­um The Guns of Navarone og Zorba the Greek, er lát­in 93 ára göm­ul.

Í yf­ir­lýs­ingu sagði menn­ing­ar­málaráðherra Grikkja, Lina Mendoni, að Pap­as hafi verið „tign­ar­leg“ og „per­sónu­gerv­ing­ur grískr­ar feg­urðar á hvíta tjald­inu og á leik­sviði“.

Ekk­ert kem­ur fram um dánar­or­sök en Pap­as hafði glímt við Alzheimer-sjúk­dóm­inn og verið heilsu­lít­il.

Leikstjórinn Michael Cacoyannis ásamt Irene Papas.
Leik­stjór­inn Michael Cacoy­ann­is ásamt Irene Pap­as. AFP

Pap­as, sem var einn þekkt­asti leik­ari Grikk­lands, lék í yfir 60 kvik­mynd­um á tæp­lega sex ára­tuga ferli.

Hún lék á móti stjörn­um á borð við Rich­ard Burt­on, Kirk Douglas og Jon Voig­ht á ferli sín­um.

„Venju­leg­ir leik­ar­ar eiga erfitt með að deila hvíta tjald­inu með henni,“ sagði gagn­rýn­and­inn sál­ugi Roger Ebert árið 1969.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Treystu sviðstjóranum til að gefa þér réttar bendingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Treystu sviðstjóranum til að gefa þér réttar bendingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils