Minnti hann á útför Díönu

Harry og Vilhjálmur í gær.
Harry og Vilhjálmur í gær. AFP

Vil­hjálm­ur Bretaprins sagði að gang­an á eft­ir kistu ömmu hans, Elísa­bet­ar II. Breta­drottn­ing­ar, frá Buck­ing­ham­höll til West­minster í gær hafi minnt hann á þegar hann gekk á eft­ir kistu móður sinn­ar, Díönu prins­essu af Wales, árið 1997. 

Prins­inn sagði þetta við syrgj­end­ur við Sandring­ham í dag, en hann og eig­in­kona hans, Katrín prins­essa af Wales, skoðuðu blóm­in við kast­al­ann í dag og heilsuðu upp á syrgj­end­ur þar. 

„Gang­an í gær var mik­il áskor­un. Það minnti mig á margt,“ sagði Vil­hjálm­ur við nokkra fyr­ir utan Sandring­ham. „Þetta eru þessi augna­blik, sem maður hugs­ar með sjálf­um sér að maður sé und­ir­bú­inn fyr­ir þetta, en raun­in er svo önn­ur,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Vilhjálmur og Harry gengu hlið við hlið á eftir kistunni …
Vil­hjálm­ur og Harry gengu hlið við hlið á eft­ir kist­unni í gær. AFP

„Hann sagði okk­ur að gær­dag­ur­inn hafi verið sér­stak­lega erfiður og að ganga á eft­ir kist­unni hafi minnt hann á út­för móður hans,“ sagði Jane Wells, sem ræddi við fjöl­miðla við Sandring­ham í dag.

Bræðurn­ir Vil­hjálm­ur og Harry Bretaprins gengu á eft­ir föður sín­um, Karli III. Breta­kon­ungi, sem var fyrst­ur í röðinni á eft­ir kist­unni í gær. Viðstadd­ir sem frétta­stofa AFP ræddu við í gær sögðu einnig það sama, að sjá þá bræður ganga á eft­ir kist­unni hafi minnt á út­för Díönu prins­essu. Þar hreyfðu bræðurn­ir, þá 12 og 15 ára, svo sann­ar­lega við hjört­um fólks um all­an heim. 

Bræðurnir við útför móður sinnar árið 1997, ásamt afa sínum …
Bræðurn­ir við út­för móður sinn­ar árið 1997, ásamt afa sín­um Fil­ipp­usi her­toga af Ed­in­borg, móður­bróður sín­um Earl Spencer, og föður sín­um Karli Breta­kon­ungi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir