Bandaríska söngkonan Dionne Warwick segir að leikarinn Leonardo DiCaprio viti ekki hverju hann sé að missa af með því að vera aldrei í sambandi með konum sem eru eldri en 25 ára.
Warwick tjáði sig um sambönd DiCaprio á Twitter nýverið. Þar sagðist hún nýverið hafa heyrt af því að DiCaprio hafi ekki verið með konum sem eru eldri en 25 ára. „Hans missir. Þú veist ekki hverju þú ert að missa af,“ skrifaði hin 81 árs gamla söngkona í léttum tón.
I just heard about Leonardo DiCaprio’s 25 year rule. His loss. You don’t know what you’re missing.
— Dionne Warwick (@dionnewarwick) September 13, 2022
Það er vissulega satt að DiCaprio hefur aldrei verið opinberlega í sambandi með konu sem er eldri en 25 ára, en mikið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum eftir að hann og Camila Morrone fóru hvort í sína áttina, skömmu eftir að hún var 25 ára.
Þó hafa farið sögur af því að hinn 47 ára gamli leikari sé nú farinn að slá sér upp með konu sem hefur farið 27 hringi í kringum sólina, fyrirsætunni Gigi Hadid.