Zendaya skráir sig í sögubækurnar

Leikkonan Zendaya á Emmy-verðlaunahátíðinni.
Leikkonan Zendaya á Emmy-verðlaunahátíðinni. AFP

Leikkonan Zendaya er í skýjunum eftir að hafa hlotið sín önnur Emmy-verðlaun á mánudagskvöld. Verðlaunin gera hana bæði að yngstu stjörnunni og fyrstu svörtu konunni til að hljóta tvenn Emmy-verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki.

Verðlaunin hlaut hún fyrir hlutverk sitt sem Rue Bennett í hinum geysivinsælu þáttum Euphoria, en árið 2020 vann hún sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir sama hlutverk. 

„Þegar þér er illt í fótunum en þú hefur heilmikið til að brosa yfir,“ skrifaði Zendaya við nýjustu færslu sína á Instagram þar sem hún geislaði af hamingju. Zendya var einkar glæsileg á rauða dreglinum þar sem hún mætti í dramatískum svörtum kjól frá Valentino. 

View this post on Instagram

A post shared by Zendaya (@zendaya)

Dramaþættirnir Euphoria hafa notið mikilla vinsælda síðan þeir voru fyrst sýndir á HBO í júní 2019. Þættirnir hverfast um hóp nemenda sem feta sig í gegnum ástina og vináttu í heimi fullum af eiturlyfjum, kynlífi, áföllum og samfélagsmiðlum. 

Leikkonan klæddist glæsilegum kjól frá Valentino á hátíðinni.
Leikkonan klæddist glæsilegum kjól frá Valentino á hátíðinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup