Sýndar verða 70 kvikmyndir í fullri lengd frá 59 löndum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 29. september. 56% kvikmyndanna er leikstýrt af konum og heiðursgestur hátíðarinnar er spænska leikkonan Rossy de Palma og sérstök áhersla verður lögð á spænska kvikmyndagerð og fjöldi spænskra leikstjóra sækir hátíðina.
Stjórnendum RIFF er umhverfisvernd ofarlega í huga og verður því dregið úr notkun prentaðs efnis í ár og þess í stað stuðst við vefsíðuna riff.is og nýtt app. Má þar finna allar upplýsingar um hátíðina.