Játaði að hafa skipulagt líkamsárás

Cardi B ásamt lögmönnum sínum í dómssalnum í gær.
Cardi B ásamt lögmönnum sínum í dómssalnum í gær. AFP

Tón­list­ar­kon­an Car­di B játaði sekt sína fyr­ir dóm­ara í New York í Banda­ríkj­un­um í gær. Var hún ákærð fyr­ir tvær lík­ma­sárás­ir á nekt­arstað og einnig fyr­ir að stofna lífi annarra í hættu. Var hún dæmd til að inna af hendi 15 daga af sam­fé­lags­vinnu.

Tíu ákæru­liðir voru felld­ir niður gegn henni en hún játaði sekt sína til að forðast þriggja vikna rétt­ar­höld sem hefjast áttu í dag og mögu­leg­an fang­els­is­dóm.

Viður­kenndi hún að hafa skipu­lagt og tekið þátt í tveim­ur árás­um á starfs­menn næt­ur­klúbbs­ins Ang­els Strip Club í New York árið 2018. Sam­kvæmt ákæru­vald­inu skipu­lagði hún árás­irn­ar gegn tveim­ur systr­um, vegna þess að önn­ur þeirra átti að hafa sofið hjá eig­in­manni henn­ar, rapp­ar­an­um Off­set.

Cardi B klæddist hvítu við réttarhöldin í gær.
Car­di B klædd­ist hvítu við rétt­ar­höld­in í gær. AFP

Auk sam­fé­lags­vinn­unn­ar sem hún þarf að inna af hendi þarf hún að halda sig frá systr­un­um næstu þrjú árin og greiða all­an máls­kostnað.

Car­di B og Off­set eiga í dag tvö börn sam­an.

Málið var áður tekið fyr­ir í júní árið 2019. Þá neitaði rapp­ar­inn allri sök í mál­inu.

Cardi B sagði við fjölmiðla á leið út úr dómsalnum …
Car­di B sagði við fjöl­miðla á leið út úr dómsaln­um að henni liði eins og hún liti vel út. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir