Tónlistarkonan Cardi B játaði sekt sína fyrir dómara í New York í Bandaríkjunum í gær. Var hún ákærð fyrir tvær líkmasárásir á nektarstað og einnig fyrir að stofna lífi annarra í hættu. Var hún dæmd til að inna af hendi 15 daga af samfélagsvinnu.
Tíu ákæruliðir voru felldir niður gegn henni en hún játaði sekt sína til að forðast þriggja vikna réttarhöld sem hefjast áttu í dag og mögulegan fangelsisdóm.
Viðurkenndi hún að hafa skipulagt og tekið þátt í tveimur árásum á starfsmenn næturklúbbsins Angels Strip Club í New York árið 2018. Samkvæmt ákæruvaldinu skipulagði hún árásirnar gegn tveimur systrum, vegna þess að önnur þeirra átti að hafa sofið hjá eiginmanni hennar, rapparanum Offset.
Auk samfélagsvinnunnar sem hún þarf að inna af hendi þarf hún að halda sig frá systrunum næstu þrjú árin og greiða allan málskostnað.
Cardi B og Offset eiga í dag tvö börn saman.
Málið var áður tekið fyrir í júní árið 2019. Þá neitaði rapparinn allri sök í málinu.