41 sinni var hún höggvin

Melanie Lynskey og Jessica Biel í hlutverkum Bettyjar og Candyjar.
Melanie Lynskey og Jessica Biel í hlutverkum Bettyjar og Candyjar. Hulu

Það var ekki byssa sem varð Betty Gore að ald­ur­tila, held­ur öxi sem notuð var til að höggva eldivið. 41 sinni var hún höggv­in og aðkom­an eft­ir því. Því­lík heift, því­lík­ur kraft­ur! Hlé­dræg kona sem eng­inn vissi til að ætti óvini. Hvað er hér eig­in­lega á seyði?

Fljót­lega bein­ist grun­ur að vin­konu Gore-hjón­anna, Can­dy Mont­gomery, en hún var síðust til að sjá Betty á lífi. Get­ur hún, vin­sæl, vinnu­söm og ljúf á mann­inn, hafa framið slík­an verknað? Og hvers vegna þá í ósköp­un­um? Dótt­ir Gore-hjón­anna gisti meira að segja hjá Can­dy nótt­ina eft­ir þessi ósköp. Er nema von að menn eigi vont með að fá þetta allt til að ganga upp.

Örlög­in fleir­um hug­leik­in

Við erum að tala um sanna sögu, þetta gerðist í raun og sann í Wylie, Texas, sum­arið 1980. Hún hef­ur nú ratað á skjá­inn í fimm þátta mynda­flokki, Can­dy, á efn­isveit­unni Hulu sem er hluti af Disney-sam­steyp­unni. Fyr­ir þá sem hafa aðgang að þeirri dýrð. Með helstu hlut­verk fara Jessica Biel og Mel­anie Lyn­skey. 

Örlög Bettyj­ar eru fleir­um hug­leik­in en önn­ur sjón­varps­sería um málið, Love and De­ath, verður sýnd á HBO Max í mars á næsta ári. El­iza­beth Ol­sen mun þar leika Can­dy og Lily Rabe Betty. 

Nán­ar er fjallað um and­lát Bettyj­ar Gore og serí­urn­ar tvær í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hamingjumoli dagsins: Í stað þess að einblína á upphæð, kíló eða topp á tindi skaltu hreinsa hugann. Samskiptamynstur fjölskyldunnar flækist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hamingjumoli dagsins: Í stað þess að einblína á upphæð, kíló eða topp á tindi skaltu hreinsa hugann. Samskiptamynstur fjölskyldunnar flækist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason