Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut flestar Eddur, eða samtals tólf, þegar verðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar (ÍKSA) voru afhent fyrr í kvöld. Dýrið var meðal annars valin kvikmynd ársins og Valdimar Jóhannsson var verðlaunaður fyrir bæði leikstjórn og handrit, sem hann skrifaði í samstarfi við Sjón. Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson voru verðlaunaðir fyrir leik sinn í kvikmyndinni.
Dýrið var tilnefnd til 13 verðlauna og hlaut þau öll nema fyrir gervi, en þar vann Ragna Fossberg fyrir gervi sín í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu, sem voru einu verðlaunin sem þáttaröðin hlaut.
Næstflest verðlaun hlaut sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki og María Heba Þorkelsdóttir fyrir bestan leik í aukahlutverki auk þess sem þáttaröðin var valin leikna sjónvarpsefni ársins.
Heildarlistann má sjá hér fyrir neðan en alls voru veitt 28 verðlaun að heiðursverðlaununum meðtöldum, en þau hlaut Þráinn Bertelsson.
Kvikmynd ársins
Dýrið
Leikstjóri ársins
Valdimar Jóhannsson fyrir Dýrið
Handrit ársins
Valdimar Jóhannsson og Sjón fyrir Dýrið
Leikari ársins i í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason fyrir Dýrið
Leikari ársins í aukahlutverki
Björn Hlynur Haraldsson fyrir Dýrið
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fyrir Systrabönd
Leikkona ársins í aukahlutverki
María Heba Þorkelsdóttir fyrir Systrabönd
Leikið sjónvarpsefni ársins
Systrabönd
Heimildarmynd ársins
Hækkum rána
Stuttmynd ársins
Heartless
Sjónvarpsmaður ársins
Helgi Seljan
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Kveikur
Menningarþáttur ársins
Tónlistarmennirnir okkar
Skemmtiþáttur ársins
Vikan með Gísla Marteini
Barna- og unglingaefni ársins
Birta
Mannlífsþáttur ársins
Missir
Íþróttaefni ársins
Víkingar: Fullkominn endir
Gervi ársins
Ragna Fossberg fyrir Kötlu
Leikmynd ársins
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Dýrið
Búningar ársins
Margrét Einarsdóttir fyrir Dýrið
Brellur ársins
Frederik Nord og Peter Hjorth fyrir Dýrið
Klipping ársins
Agnieszka Glinska fyrir Dýrið
Kvikmyndataka ársins
Eli Arenson fyrir Dýrið
Hljóð ársins
Ingvar Lundberg og Björn Viktorsson fyrir Dýrið
Tónlist ársins
Þórarinn Guðnason fyrir Dýrið
Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins
Salóme Þorkelsdóttir fyrir Tónaflóð á Menningarnótt
Sjónvarpsefni ársins (almenningskosning á RÚV)
Benjamín búálfur
Heiðursverðlaun
Þráinn Bertelsson