Okkar hressasti maður, rokkgítaristinn Ted Nugent, liggur alla jafna ekki á skoðunum sínum.
Nú síðast hjólaði hann í Disney-samsteypuna út af teiknimyndaþáttunum Little Demon, sem fjalla um Myrkrahöfðingjann sjálfan (rödd Dannys DeVitos) og dóttur hans (rödd Lucyjar DeVito) sem reynir að lifa eðlilegu lífi í mannheimum, þrátt fyrir að vera andkristur.
„Menningarstríðið er orðið að trúarstríði,“ fullyrðir Nugent á samfélagmiðlum. „Ég var alinn upp af Disney, öll sunnudagskvöld kom fjölskyldan saman og horfði á fyndnar litla teiknimyndir. Og núna ber Disney Satan á herðum sér.“