Það vakti athygli margra, sem fylgdust með leik Brentford og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni nú í hádeginu, að Thomas Frank, hinn danski knattspyrnustjóri Brentford, klæddist jakka frá 66° Norður.
Þetta er að öllum líkindum í fyrsta skipti svo vitað sé að knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni klæðist íslenskri hönnun á hliðarlínunni í leik. Thomas Frank var í Öxi-jakkanum en nokkrir frægir Hollywood-leikarar hafa sést í sams konar jakka á undanförnum tveimur árum.
Má þar nefna leikarana George Clooney, Will Smith og Pierce Brosnan. Kemur fram í tilkynningu að Öxi sameini bæði tæknilega einangrun og teygjanlegt flísefni, og veiti þannig góða einangrun án þess að takmarka hreyfigetu.
Jakkinn hefur getið sér gott orð á meðal göngufólks, hlaupara og golfara og nú greinilega einnig meðal Hollywoodleikara og knattspyrnustjóra í enska boltanum. 66°Norður hyggst opna Pop-up verslun í Soho í London á næstu dögum en stærri og glæsilegri verslun íslenska fataframleiðandans verður opnuð á Regent Street í nóvember.