Kristjana Arnardóttir, íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu, stal senunni í útsendingu Edduverðlaunanna sem veitt voru í gær. Kristjana stal þó ekki senunni uppi á sviði heldur úti í sal.
Samstarfskonurnar Kristjana og Edda Sif Pálsdóttir, sem er sömuleiðis íþróttafréttamaður, mættu saman á hátíðina. Sátu þær á bak við Margréti Jónasdóttur, framleiðanda Hækkum rána, sem vann einmitt í flokknum heimildarmynd ársins. Þegar það var tilkynnt beindust myndavélarnar eðlilega að henni.
Á bakvið hana sást Kristjana einmitt stinga nikótínpúða í efri vörina. Edda Sif vakti athygli á myndbandinu á Twitter sem hefur notið mikilla vinsælda.
Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni 🎄😂😂 pic.twitter.com/8JjyiAUru6
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022