Lögregluþjónn féll í yfirlið er hann stóð vörð við útför Elísabetar II. Bretadrottningar í Westminster Abbey í Lundúnum nú í morgun. Var hann borinn í burtu á börum.
Lögregluþjónninn féll í yfirlið skömmu áður en kistan var borin fram hjá honum, en hann stóð vörð við þingtorgið.
Sjúkraflutningamenn báru hann í burtu en ekki er talið að ástand hans sé alvarlegt.