Missa sig yfir mynd af Björk á barnsaldri

Gamla myndin hefur vakið athygli.
Gamla myndin hefur vakið athygli. AFP

Margir hafa í dag og í gær misst sig yfir gamalli mynd af söngkonunni Björk Guðmundsdóttur sem deilt var á Twitter. Á myndinni má sjá Björk í flaututíma, en við hlið hennar stendur flautuleikarinn Áshildur Haraldsdóttir.

„Ég veit að stelpan var hrædd um líf sitt þegar hún stóð við hliðina á Björk,“ er skrifað við myndina sem hefur hlotið töluverða athygli á miðlinum, en svo virðist sem fólk finni fyrir hræðslu í svip Áshildar. 

„Björk lítur út eins og hún hafi bitið sem krakki,“ skrifar einn, á meðan öðrum þykir hún afskaplega krúttleg. 

Ekki í fyrsta sinn

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndin vekur athygli, en árið 2018 deildi Björk myndinni á Twitter og Instagram-reikningum sínum. 

„Ég og flautuleikarinn Áshildur að koma fram sem krakkar. Þónokkrum árum síðar munum við aftur stíga saman á svið í París í kvöld,“ skrifaði Björk við myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup