Margir hafa í dag og í gær misst sig yfir gamalli mynd af söngkonunni Björk Guðmundsdóttur sem deilt var á Twitter. Á myndinni má sjá Björk í flaututíma, en við hlið hennar stendur flautuleikarinn Áshildur Haraldsdóttir.
„Ég veit að stelpan var hrædd um líf sitt þegar hún stóð við hliðina á Björk,“ er skrifað við myndina sem hefur hlotið töluverða athygli á miðlinum, en svo virðist sem fólk finni fyrir hræðslu í svip Áshildar.
„Björk lítur út eins og hún hafi bitið sem krakki,“ skrifar einn, á meðan öðrum þykir hún afskaplega krúttleg.
i know that girl was scared for her life standing next to björk pic.twitter.com/dtM2tFmcgG
— 💘 (@DISC0D0WN) September 18, 2022
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndin vekur athygli, en árið 2018 deildi Björk myndinni á Twitter og Instagram-reikningum sínum.
„Ég og flautuleikarinn Áshildur að koma fram sem krakkar. Þónokkrum árum síðar munum við aftur stíga saman á svið í París í kvöld,“ skrifaði Björk við myndina.