Trudeau sýnir Queen óvirðingu, ekki drottningunni

Trudeau var viðstaddur útför Elísabetar Bretadrottningar í gær.
Trudeau var viðstaddur útför Elísabetar Bretadrottningar í gær. AFP/ Justin Tallis

Myndband af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, að syngja lagið Queen-lagið Bohemian Rhapsody á hótelbar í London, tveimur dögum fyrir jarðarför Elísabetar Bretadrottningar, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum.

Talsmaður Trudeau hefur staðfest að myndbandið sé ekta, en ekki er vitað hver tók það upp eða lak því á netið. Forsætisráðherrann hefur verið sakaður virðingarleysi gagnvart drottningunni en aðrir hafa komið honum til varnar, að fram kemur í frétt BBC.

Elísabet var þjóðhöfðingi Kanada og hafði Truedau lýst útfarardegi drottningar, 19. september, sem almennum sorgardegi í landinu.

Myndbandið er tekið upp á Corinthia hótelinu í London þar sem kanadíska sendinefndin dvaldi, en Trudeau var viðstaddur útför drottningar í gær. Forsætisráðherrann er klæddur í stuttermabol og hallar sér fram á píanóið sem kanadíski tónlistarmaðurinn Gregory Charles, spilar á. „Easy come, easy og, little high, little low,“ syngur Trudeau. „any way the wind blows“.

Píanistinn skemmti sér stórvel

Píanistinn Charles sagði í samtali við kanadíska fréttamiðilinn Globe and Mail, að hópurinn hefði sungið með honum í um tvo klukkutíma og það hafi verið mjög skemmtilegt. Það hefði minnt hann á jarðarfarir í karabíska hafinu þar sem lífinu er fagnað í sorginni.

Talsmaður Trudeau segir forsætisráðherrann, ásamt fleirum úr sendinefnd Kanada, hafa komið saman á hótelbarnum eftir kvöldmat á laugardag, þar sem Gregory Charles spilaði á píanóið. Benti talsmaðurinn jafnframt á að Trudeau hefði tekið þátt í ýmsum viðburðum þar sem hann hafi vottað drottningunni virðingu sína.

Kemst ekki á lista yfir vandræðaleg atvik

Vivian Bercovici, fyrrverandi sendiherra Kanada í Ísrael, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Trudeau fyrir uppákomuna. „Hann er forsætisráðherra Kanada, fulltrúi landsins og það ríkir þjóðarsorg vegna andláts drottningarinnar, okkar þjóðhöfðingja. Þetta snýst ekki um Justin. En hann ætti að fullorðnast,“ skrifaði hún á samfélagsmiðla.

Emmett Mcfarlane, prófessor í stjórnmálafræði við University og Waterloo í Ontario, var á aðeins léttari nótum á Twitter. „Hann er að syngja. Þetta kemst ekki einu sinni á ofarlega á lista yfir allt það vandræðalega sem Justin Trudeau hefur sagt og gert.“

Svipað var uppi á teningnum hjá tónlistarblaðmanninum Adam Feibel. „Mér finnst Justin Trudeau ekki hafa sýnt drottningunni óvirðingu með því að syngja Bohemian Rhapsody, en ég veit nóg um karókí til að draga þá ályktun að hann hafi sýnt Queen óvirðingu,“ skrifaði Feibel á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir