Dorrit vill Karl sem forsætisráðherra

Dorrit Moussaieff vildi óska þess að Karl Bretakonungur gæti verið …
Dorrit Moussaieff vildi óska þess að Karl Bretakonungur gæti verið forsætisráðherra Bretlands.

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, vildi óska þess að Karl III. Bretakonungur gæti sest í stól forsætisráðherra Bretlands. Karl tók nýverið við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans, Elísabet II. Bretadrottning, féll frá.

Dorrit birti mynd af sér og Karli á Instagram í dag. Við myndina skrifaði hún: „Ef hans hátign Karl III. Bretakonungur gæti bara verið forsætisráðherra. Hann hefur alltaf barist fyrir málefnum þegna sinna, sama hvert almenningsálitið er, engin þörf á að vinna kosningar,“ skrifaði Dorrit.

Forsætisráðherra Bretlands um þessar mundir er Liz Truss, en hún tók við af Boris Johnson, sem lét af störfum fyrr í september.

Af myndunum að dæma hitti Dorrit Karl í gleðskap fyrir nokkrum árum síðan, en Dorrit hefur verið breskur ríkisborgari meirihluta ævi sinnar.

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir