Gísli Örn Garðarsson leikari lenti í því leiðinlega atviki á laugardag að hjólinu hans var stolið fyrir utan Borgarleikhúsið. Gísli auglýsir eftir hjólinu á Facebook en segist þó ekki vera vongóður um að fá það til baka.
Af myndbandinu, sem Gísli birtir á Facebook, að dæma var um fagmann að ræða, en hann notaði slípirokk til að saga lásinn af hjólinu.
„Þessu hjóli var stolið fyrir framan aðalinngang Borgarleikhússins á meðan ég var að sýna á laugardag. Slípirokkur. Nokkrar sekúndur (eins og sést á vídeói) þrátt fyrir fullt af fólki í kring,“ skrifar Gísli.