Vampire Diaries-stjarnan Paul Wesley og eiginkona hans, Ines de Ramon, hafa ákveðið að skilja eftir þriggja ára hjónaband. Samkvæmt heimildum People var ákvörðunin sameiginleg.
Wesley og de Ramon sáust fyrst saman árið 2018, en þau giftu sig ári síðar og héldu brúðkaupinu fjarri sviðsljósinu. Fréttir af brúðkaupi þeirra bárust ekki fyrr en mánuðum síðar þegar þau sáust skarta giftingarhringum.
Sögusagnir um skilnað hjónanna fóru af stað í síðasta mánuði þegar Wesley sást með fyrirsætunni Natalie Kuckenburg í New York-borg, Bandaríkjunum, án giftingahringsins.