Fór heim úr partíi með OnlyFans-stjörnu

Tristan Thompson sást fara heim með Juanitu JCV úr partíi.
Tristan Thompson sást fara heim með Juanitu JCV úr partíi. Samsett mynd

Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson sást fara úr partíi  í Los Angeles í Bandaríkjunum á miðvikudagskvöld með OnlyFans-stjörnunni Juanita JCV. Sama kvöld sýndi fyrrverandi kærasta hans, Khloé Kardashian, son þeirra í raunveruleikaþáttunum The Kardashians. 

Thompson og OnlyFans-stjarnan komu ekki saman í partíið, sem haldið var eftir tónleika Jack Harlows. Fóru þau hins vegar saman úr því, en myndir náðust af Juanitu í aftusæti bifreiðar Thompsons. 

Thompson og Kardashian hættu saman fyrr á þessu ári, en þau eignuðust samt sem áður sitt annað barn saman. Staðgöngumóðir gekk með barnið. Kardashian hefur lítið sýnt frá syni þeirra á samfélagsmiðlum síðan hann fæddist og því voru aðdáendur spenntir að fá að vita meira um hann í raunveruleikaþáttunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir