Leikarinn og grínistinn Jón Gnarr setti í dag inn sjö nýja þætti af útvarpsþáttunum vinsælu Tvíhöfða. Jón hefur undanfarna daga verið að safna saman skemmtiefni sem hann hefur framleitt síðustu áratugi og setja inn á YouTube-rás sína.
Jón greindi frá þáttunum á Twitter í dag.
Tvíhöfði hafa verið einstaklega vinsælir útvarpsþættir undanfarin ár, en Sigurjón Kjartansson sá um þættina ásamt Jóni. Þeir ákváðu í haust að snúa ekki aftur á öldur ljósvakans, en þættirnir voru á dagskrá Rásar 2 Ríkisútvarpsins.
var að setja inn 7 heila Tvíhöfðaþætti!https://t.co/hZ30l8eNeY
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 23, 2022
Þó þeir Tvíhöfðafélagar hafi ekki sest niður og tekið upp þætti í haust er nóg framboð af „nýjum“ þáttum en Þórður Helgi Þórðarson, oft kallaður Doddi litli, fann einmitt 43 þætti fyrr í haust.